Skip to product information
1 of 1

ÉG GET ÞETTA! - Barnabók

ÉG GET ÞETTA! - Barnabók

Regular price 3.000 ISK
Regular price Sale price 3.000 ISK
Netdaga afsláttur Sold out
Sendingakostnaður reiknaður í greiðsluferli

 

Eflandi barnabók um Möggu sem tekst á við áskoranir sem fylgja æskunni. Hugarfar og gott sjálfstal getur breytt miklu fyrir sjálfstraustið og þessi bók er skrifuð fyrir öll börn sem vilja treysta sér í að prófa nýja hluti!

Magga er 7 ára stelpa sem er að byrja í nýjum skóla. Hún tekst á við allskonar verkefni sem börn tækla í daglegu lífi. Boðskapur bókarinnar er sá að sterkt og skemmtilegt hugarfar getur gert okkur óstöðvandi. Magga finnur að jákvæðni hjálpar henni mikið og í bókinni lærir hún að koma auga á styrkleikana sína. Öll höfum við styrkleika sem geta hjálpað okkur að þora að gera allt sem okkur langar til, en stundum gleymum við að koma auga á okkar eigin styrkleika.

Eva Mattadóttir hefur þjálfað ungt fólk hjá Dale Carnegie í mörg ár og er auk þess tveggja barna móðir. Bókin er skrifuð fyrir börn í kringum 5-8 ára aldur en tilgangur bókarinnar er að byggja sjálfsmynd ungs fólks upp á þessum mikilvægu mótunarárum. Eva skrifaði bókina með hjálp Elísabetar Ylvu, dóttur sinnar sem er 7 ára og hefur mikinn áhuga á bókum.

Skoða betur