Hæ!

Ég heiti Eva Mattadóttir og þetta er mín fyrsta barnabók. Ég hélt úti podcastinu Normið, er markþjálfi og með alþjóðleg þjálfararéttindi Dale Carnegie & associates. Undanfarin ár hef ég þjálfað fjöldan allan af ungmennum í betra sjálfstrausti, samskiptum og hugarfari.

Ég á tvö börn, Kristófer Matta 6 ára og Elísabetu Ylvu 9 ára, og það skiptir mig öllu máli að þau fái að byggja upp sjálfstraust og sjálfsmynd á eigin forsendum. Þaðan spratt hugmyndin af þessari bók. Reyndar hef ég hugmynd að heilli seríu með mismunandi áskorunum barna og foreldra, en þetta er byrjunin.

Dóttir mín, Elísabet Ylva, tók þátt í að skrifa bókina með mér. Það var mjög öflugur liðsauki og skemmtileg innsýn inn í hugarheim barna. Hún var 7 ára þegar við gáfum bókina út, og er gullmoli sem eeelskar bækur.

TEIKNARINN OKKAR

Teiknari bókarinnar, Lilja Marý er 13 ára listakona sem elskar að spila fótbolta með liðinu sínu Breiðablik. Þegar hún er ekki að spila fótbolta elskar hún að vera með vinum sínum, fjölskyldunni sinni og að teikna og skapa.